Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið Cheats

Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið Hack 2.6 + Redeem Codes

Developer: Raddlist
Category: Education
Price: Free
Version: 2.6
ID: com.kidssoundlab.playandlearnicelandicpro

Screenshots

Game screenshot Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið mod apkGame screenshot Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið apkGame screenshot Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið hack

Description

Öll íslensku málhljóðin eru kennd á lifandi og skemmtilegan hátt með fyrirmynd fyrir hvert og eitt hljóð. Heiti bókstafanna og hljóð þeirra eru kennd með íslenska fingrastafrófinu um leið og lestrarferlið er undirbúið. Á sama tíma er réttur framburður hljóða kenndur. Aðferðin byggir á áratuga reynslu talmeinafræðings með áherslu á að veita aðgengilega og faglega leiðsögn til foreldra og skóla.

Smáforritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. Tilvalið fyrir fjölskyldur af erlendum uppruna til að æfa og læra íslensku hljóðin. Rannsóknir sýna marktækan mun á árangri nemenda í 1. bekk í hljóðkerfisvitund og bókstafaþekkingu auk betri getu í heildina á orðaforða þegar skipulega var unnið með Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleiki 1,2,3 á leikskólaaldri og í 1. bekk (Gudmundsdottir, 2014. Ævarsdóttir, 2016). Smáforritin Kids Sound Lab PRO og Frog games sem byggja á íslensku forritunum hafa fengið fjölda erlendra viðurkenninga hjá fagaðilum og foreldrum. Árið 2016 var Kids Sound Lab valið eitt af sex bestu forritum í menntun á heimsvísu af BETT. Árið 2017 fengu forrit Raddlistar 5 stjörnu gjöf og viðurkenningu hjá fagnefnd Educational App Store með afar lofsamlegum umsögnum.

Smáforritið, Lærum og leikum með hljóðin, tekur mið af því í hvaða röð íslensk börn tileinka sér talhljóðin í máltökunni og hvernig auðveldast er að kenna hljóðin. Byrja má skipulega á auðveldari hljóðum sem koma fyrir hjá mjög ungum börnum og halda áfram yfir í þau hljóð sem erfiðara er að segja eða velja það hljóð sem æfa þarf sérstaklega hverju sinni.

Lærum og leikum með hljóðin er notað víða í leik- og grunnskólum á Íslandi og er sýnt í barnaefni Stöðvar 2 og um allan heim í Hopster appi Vodafone.

Efnistök forritsins byggja á samnefndum bókum og námsefni Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings.

Lærum og leikum með hljóðin inniheldur:
- Talsetning/söngur Felix Bergsson og Védís Hervör Árnadóttir
- Íslenskar teikningar Búa Kristjánssonar og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur
- 20 samhljóð í íslensku kynnt með táknmynd fyrir hljóðið
- Sérhljóð í íslensku kynnt sérstaklega
- Röð samhljóða fylgir sömu röð og íslensk börn tileinka sér talhljóðin í máltökunni
- Hægt er að velja í aðalvalmynd hvaða hljóð er valið hverju sinni ef ekki er stuðst við erfiðleikaröðina
- Hægt er að fá lýsingu á talfærastöðu fyrir hvert hljóð
- Öll hljóðin eru æfð í hljóðaleik með hljóðakeðjum; samhljóð með sérhljóði til að tryggja að barnið nái réttu hljóði
- Hljóðin æfð í framstöðu orða nema þau hljóð sem koma eingöngu fyrir í miðju og aftast í orðum
- Ð, NG og ,,mjúka” G, eru æfð aftast og í miðju orða
- R býður upp á meiri aðlögun og fleiri orð í framstöðu orða til að æfa (algengt að börn eigi erfitt með framburð R- hljóðsins)
- Þrír gagnvirkir leikir í framhaldi af orðaæfingum þar sem myndir koma á víxl til frekari æfinga
- Hrós veitt reglulega í forritinu
- Upptaka leyfð á orðum og setningum til að æfa og hlusta
- Skráning nemenda: nafn, aldur, kyn og netfang
- Stigagjöf inni í forritinu
- Árangur sýndur í %
- Skráning athugasemda inni í forritinu
- Upplýsingar um stöðu og athugasemdir má senda í netpósti
- Hægt er að prenta út samantekt niðurstaða (air print)
- Vistun með dropbox

Við þökkum eftirtöldum stuðningsaðilum fyrir að stuðla að betri málþroska og læsi íslenskra barna:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Barnamenningarsjóður styrktu íslenska útgáfu Lærum og leikum með hljóðin, í smáforrit fyrir iPad (2013).

Eftirtalin fyrirtæki gerðu aðlögun smáforritanna í símaútgáfu mögulega: Novator, Norðurál, Hagar, KPMG Íslandi og HS Orka (2015).

Frekari upplýsingar:
http.www.youtube/laerumogleikum
www. laerumogleikum.is www. kidssoundlab.com

Version history

2.6
2017-06-02
This app has been updated by Apple to display the Apple Watch app icon.

Við erum alltaf á tánum að bæta virknina hjá okkur. Við fengum nýlega 5 stjörnu viðurkenningu frá Educational App Store með lofsamlegum ummælum frá fagnefndinni þeirra og auðvitað erum við ennþá í skýjunum með Bett 2016 viðurkenninguna og val um að vera eitt af sex bestu forritum í menntun á heimsvísu. Rannsóknir sýna góðan árangur af notkun forritsins og forritið er nú uppfært svo allir njóti með okkur. Góðar stundir í að læra og leika!
2.5
2016-11-05
iOS 10 update
2.3
2015-12-12
Enska smáforritið Kids Sound Lab hefur verið valið í lokaúrslit BETT 2016 undir smáforrit í MENNTUN. Það er ensk útgáfa af Lærum og leikum með hljóðin og byggir á sömu aðferðafræði til að kenna hljóðmyndun, orðaforða og undirbúa læsi.
2.2.1
2015-10-12
Leikurinn er kominn í iPhone útgáfu auk Ipad útgáfunnar. Virkar í iPhone 4 en ekki eins vel og í nýrri tæki. Bætt notendaviðmót.
Hraðari virkni í smáforritinu.

Enska smáforritið Kids Sound Lab hefur verið valið í lokaúrslit BETT 2016 undir smáforrit í MENNTUN. Það er ensk útgáfa af Lærum og leikum með hljóðin og byggir á sömu aðferðafræði til að kenna hljóðmyndun, orðaforða og undirbúa læsi.
2.2
2015-10-09
Leikurinn er kominn í iPhone útgáfu auk Ipad útgáfunnar. Virkar í iPhone 4 en ekki eins vel og í nýrri tæki. Bætt notendaviðmót.
Hraðari virkni í smáforritinu.
2.1
2015-02-26
- crash in sound balloon level on multitouch fixed
- localisation for in-app purchase of complete content renamed
- new app icon
2.0
2015-02-09
- Sólin útskýrir öll hljóðaborð og leiki þegar smellt er á hana alveg frá fyrstu valmynd
- Fleiri orðum bætt við í hverju hljóðaborði
- Setningar við öll orð í boði þegar smellt er á viðtæki neðst til hægri
- Bluetooth bug fix
- Hljóðgreiningarborð - nýr leikur í enda hljóðaborðs. Hljóðið sem æft er hverju sinni
er parað við hljóðið sem kemur á undan í valmyndinni/erfiðleikaröð hljóðanna
- Dropbox vistun, backup/restore
- Hægt að velja af/á að spila bakgrunnstónlist
- Hljóðstyrk hægt að hækka/lækka
- Foreldravörn/parental gate
- Engar auglýsingar
1.3
2013-11-04
Fix for iOS 7 users

- icon displays correctly
- buttons and label are looking better in iOS7
1.1
2013-08-16
* Texts updated
* Links for rating app and sharing app updated
* Icelandic is now default in localisation
1.0
2013-08-07

Ways to hack Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið

Download hacked APK

Download Lærum og leikum með hljóðin - Allt efnið MOD APK
Request a Hack

Ratings

5 out of 5
4 Ratings

Reviews

Thorhbe,
Amazing App! Thank you!
We have a bi-lingual home, English and Icelandic. This has proven to be so helpful for our 2 and 4 year old so they can nurture their Icelandic legacy. Such nice colours, drawings, artwork and music. Great build up and assignments. Takk fyrir Ísland!
Kallinnmin,
Bjarnveig
Frábært app fyrir breiðan aldurshóp.
Háaleitisskóli í Reykjanesbæ,
Nýtist vel samhliða stafainnlögn
Lærum og leikum með hljóðin er gagnvirkt, fangar athygli og gerir vinnu með framburð að skemmtilegum leik. Hentar vel samhliða stafainnlögn í kennslu og til auka æfinga. Áhrifaríkt og skemmtilegt fyrir börn, foreldra og kennara.
Þóra Kolla,
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir
Loksins,loksins

Eftir marga tíma hjá talmeinafræðing með elsta strákinn okkar er loksins komið frábært kennsluefni sem við foreldrarnir getum nýtt heima.Er með 3 börn sem eiga öll eftir að hafa gagn og gaman af þessu stórsniðuga appi;)
Halla Sigrún,
Frábært
Frábært. Loksins komið íslenskt app sem kennir hljóðin. Góð viðbót við Lærum og leikum efnið.